Verðskrá sendibíla til leigu
Við útvegum ódýra sendibíla til leigu af ýmsum stærðum og gerðum sem hægt er að bóka með stuttum fyrirvara fyrir þau sem vilja flytja sjálf hvort sem verið er að taka til í skúrnum, flytja búslóð eða hreinsa til í garðinum sem dæmi. Við bjóðum ekki upp á bílstjóra og veitum ekki flutningaþjónustu.
Sendibílar eru bókaðir í gegnum Flandur appið og þar er leiguverð aðgengilegt. Verð í Flandur appinu eru með virðisaukaskatti, kílómetragjaldi stjórnvalda og ókeypis er að hlaða í hleðslustöðvum Bílorku sem má finna víðs vegar um höfuðborgarsvæðið og í Reykjanesbæ (Keflavík).
Leiguverð fer eftir stærð & tegund sendibíls, lengd leigutíma og hversu mikinn innifalinn akstur þú telur þig hafa þörf fyrir. Finndu rétta sendibílinn sem hentar þínum þörfum í Flandur appinu. Allir okkar sendibílar eru rafknúnir og rafmagnið er innifalið í leiguverðinu. Rafsendibíll losar engar gróðurhúsalofttegundir né skapar mengun við akstur.
Hægt er að leigja bíl í allt að 30 daga í Flandur appinu.
Þú getur leigt sendibíl, sótt og skilað allan sólarhringinn, alla daga, allan ársins hring í Flandur appinu á nokkrum útleigustöðum.
Bókaðu núna í appinu
Dæmi um verð með vsk:
Bíltegund | 1 klst | 2 klst | 4 klst | 8 klst | 24 klst |
---|---|---|---|---|---|
Citroën E-Berlingo L1 | 4.300 | 5.900 | 8.500 | 9.900 | 12.900 |
Opel Vivaro-e L3 | 6.900 | 8.200 | 10.700 | 13.900 | 15.900 |
Ford E-Transit L2H2 | 7.500 | 10.000 | 12.900 | 16.900 | 19.500 |
Ford E-Transit L3H2 | 8.500 | 11.280 | 14.900 | 18.900 | 22.000 |
Innifalið í leiguverði sendibíla:
- RAFMAGN – NÝTT!
- Virðisaukaskattur 24,0%
- Kílómetragjald stjórnvalda (600 kr að lágmarki fyrir allt að 100 km akstur skv. gjaldskrá stjórnvalda 2024)
- 100 km akstur fyrir hvern leigudag – hægt er að semja um umfram akstur
- Ábyrgðar- og kaskótrygging (CDW) með sjálfsábyrgð kr. 400.000 – hægt að lækka gegn vægu gjaldi
- Ef sendibílnum er ekki skilað á umsömdum tíma greiðist mínútuverð skv. gjaldskrá í Flandur appinu.
Verðskrá viðbótargjalda, dæmi um verð:
- Slæm umhirða eða hirðuleysi gagnvart ökutæki – allt að 50.000 kr.
- Reykingar í ökutæki – allt að 80.000 kr.
- Rusl eða óhreinindi í bíl við skil – 20.000 kr.
- Umsýslugjald vegna sekta, bílastæðagjalda eða sambærilegra gjalda – 5.000 kr.
- Umfram akstur (aukakílómetrar) – 70 kr./km
- Mínútugjald umfram bókaðan skilatíma – 200 kr./mín.
- Ökutæki verður rafmagnslaust – Frá 30.000 kr. (fer eftir staðsetningu ökutækis)
- Hleðslukapli ekki skilað með ökutæki – 100.000 kr.
- Rangt lagt eða ekki gengið frá ökutæki á réttu skilasvæði – frá 25.000 kr.