Við notum vafrakökur á þessari vefsíðu. Vafrakökur eru notaðar til að safna og greina upplýsingar um notkun og virkni vefsíðunnar, til að geta notað lausnir frá samfélagsmiðlum og til að bæta efni og birta viðeigandi markaðsefni

Rafsendibílar til leigu

Leigðu, sæktu og skilaðu allan sólarhringinn
allan ársins hring.

100% rafbílar og rafmagnið innifalið.

Smelltu til að ná í appið og flandraðu um.

Flandur appið

Með Flandur appinu getur þú leigt sendibíl, sótt og skilað allan sólarhringinn.

Nauðsynlegt er að setja appið upp á farsíma, appið styður bæði Android og IOS stýrikerfið. Ekki er Windows stuðningur og ekki er hægt að nota úr venjulegri tölvu.

Hvernig á að leigja sendibíl í gegnum Flandur appið?

1. Sæktu Flandur appið

-Smelltu fyrir hér App Store (iPhone) eða hér: Google Play (Android) eða leitaðu að Flandur í leit og sæktu appið í App store eða Google Play store.

-Opnaðu appið og búðu til aðgang (þarf aðeins að gera einu sinni)

-Þú þarft að hafa plast ökuskírteini við höndina. Þú þarft að vera a.m.k. 20 ára.

-Notaðu nákvæmlega sama nafn og er á ökuskírteininu. Millinafn fer í reitinn „Fyrsta nafn“.

-Þú færð staðfestingarpóst – getur tekið nokkrar mínútur að berast. Ef hann berst ekki athugaðu „junk mail“ síuna.

-Skráðu þig inn með netfangi og lykilorði.

-Settu inn mynd af framhlið og bakhlið plast ökuskírteinis þíns og eina sjálfu- mynd af þér til staðfestingar (Veriff ferli).

Athugið að sem stendur er ekki hægt að nota appið til að stofna aðgang með rafrænu ökuskírteini. Hafðu samband við þjónustuborð á: sendibilar@sendibilartilleigu.is og við aðstoðum þig við að skrá aðganginn.

2. Bóka sendibíl fram í tímann eða panta strax

Bóka sendibíl fram í tímann

-Veldu staðsetningu, upphafstíma og skilatíma

-Smelltu á „Finna ökutæki“

-Lestu upplýsingar og bókaðu

-Veldu tryggingu – grunntrygging er innifalin

-Veldu aukaþjónustu (t.d. annar bílstjóri)

-Staðfestu bókunina

Bóka sendibíl og sækja núna

– Skoðaðu staðsetningu bíla á korti og veldu þann sem hentar

-Í appinu sérðu meðal annars upplýsingar um stöðu rafhlöðu sendibílsins áður en bókað er

-Veldu leigutíma og akstur (í km)

-Lestu upplýsingar og bókaðu

-Veldu tryggingu og aukaþjónustu ef þarf

-Staðfestu bókun og greiðslu

3. Opnaðu bílinn og farðu af stað

-Fylgdu skrefum í appinu, t.d. taka myndir af bílnum

-Lestu yfir samninginn og skrifaðu undir rafrænt

-Opnaðu bílinn með appinu, passaðu að „Bluetooth“ sé virkt og að appið hafi leyfi í símanum til að nýta Bluetooth – engan lykil þarf til að opna hurðir.

-Ef lykill er til staðar, er hann annað hvort í hólfi í mælaborði eða hurðavasa – eða bíllinn er lyklalaus og ræstur með hnappi

4. Skil á sendibíl

-Skilaðu bílnum á sama stað og hann var sóttur

-Slökktu á bílnum, læstu og taktu myndir í appinu

-Strjúktu neðst í appinu til að ljúka skilum

5. Greiðsla, kvittun og yfirlit

-Hægt er að greiðs með helstu greiðslukortum sem og Apple Pay

-Þú færð rafrænta kvittun í tölvupósti

-Fyrri leigur eru aðgengilegar undir „Mínar bókanir“ í appinu

-Nauðsynlegt er að samþykkja 3d auðkenningu með rafrænum skilríkjum. Í flestum tilfellum kemur gluggi sjálfvirkt upp en komið hefur fyrir hjá notendum Arion banka að þurfa að opna Arion banka appið og samþykkja þar inni.

Verðdæmi má finna undir síðunni verðskrá

Gagnlegar ábendingar

-Hleðslulykill fylgir öllum sendibílum – hægt að hlaða ef þess þarf í hleðslustöðvum Bílorku og Orkunni  án endurgjalds. Hleðslustöðvar Bílorku og Orkunnar finnur þú í e1 appinu eða á vefnum bilorka.is og Orkan.is.

-Lestu skilmála og tryggingar áður en leiga hefst.

-Ef flutningsrými sendibíls opnast ekki þrátt fyrir að bílstjórahurð sé opin getur þú notað takka sem er oftast staðsettur í bílstjórahurð sem opnar allar hurðar sendibílsins. Einnig má það vera ef sendibíll er í gangi og því má prófa að drepa á honum.

-Takist ekki að opna bílinn (enginn aflæsi smellur heyrist) eða komi skilaboð í appið frá bílnum sem segja að lykill finnist ekki þá þarf að tryggja að allar hurðir séu lokaðar, opna appið, læsa og aflæsa hurðum úr appinu. Virki þetta ekki er mikilvægt að skoða Bluetooth stillingar símans.

Þegar appið Flandur er notað í fyrsta sinn og reynir að tengjast í gegnum Bluetooth, ætti síminn sjálfur að biðja um leyfi til að tengjast. Ef þú hafnaðir því fyrir mistök getur þú alltaf farið í stillingar og kveikt á því samkvæmt leiðbeiningunum hér að neðan.

Til að tryggja góða tengingu getur verið gott að endurræsa símann eftir að leyfi hefur verið gefið.

Ef Bluetooth virkar ekki eftir að leyfi hefur verið gefið, prófaðu að slökkva og kveikja aftur á Bluetooth í símanum.

-Ef þetta virkar ekki og til að vera viss um að Bluetooth sé virkt og leyft í símanum þá eru hér að neðan leiðbeiningar um hvernig það er gert annars vegar í iPhone síma (iOS) stýrikerfinu og hins vegar í Android síma (Android stýrikerfinu).

-Vinsamlegast athugið aðeins sá aðili sem bókar ökutæki hefur heimild til að sækja og skila bílnum. Ef þörf er á að bæta við aukaökumanni er hægt að gera það í Flandur-appinu. Aukaökumaður þarf að hafa virkan aðgang að Flandur-appinu.

– Ef upp koma önnur vandamál hafðu samband við þjónustuborð Flandur í gegnum appið eða senda á sendibilar@sendibilartilleigu.is

Mikilvægt: Aukaökumaður hefur ekki heimild til að sækja eða skila ökutæki. Aðeins skráður aðalleigutaki getur gert það.

Iphone (iOS) – Leiðbeiningar til að veita Flandur Bluetooth leyfi

Opnaðu Stillingar (Settings) á iPhone og ýttu á öpp (Apps).

Skrollaðu niður og finndu appið Flandur í listanum yfir öpp.

Ýttu á Flandur til að opna stillingar þess.

Gakktu úr skugga um að Bluetooth valkosturinn sé virkur:

Virkjaðu rofann við Bluetooth.

Ef rofann vantar eða appið biður ekki um Bluetooth leyfi:

Farðu í Settings > Privacy & Security > Bluetooth og vertu viss um að Flandur sé virkt þar.

Android – Leiðbeiningar til að veita Flandur Bluetooth leyfi

Opnaðu Stillingar (Settings) í Android símanum þínum.

Farðu í Apps eða Forrit (fer eftir framleiðanda).

Finndu og veldu appið Flandur.

Veldu Permissions eða Leyfi.

Gakktu úr skugga um að eftirfarandi leyfi séu virk:

Nearby devices (Nálæg tæki)

Bluetooth (ef birtist sérstaklega)

Ef leyfið er ekki á listanum:

Farðu í Settings > Privacy > Permission Manager og leitaðu að „Nearby devices“ eða „Bluetooth“. Gakktu úr skugga um að Flandur hafi aðgang þar.

Athugið: Sumar útgáfur Android þurfa að Bluetooth sé virkt í kerfinu sjálfu líka. Gakktu úr skugga um að Bluetooth sé kveikt á símanum áður en þú notar appið.

Almennt um Bluetooth

Þegar appið Flandur er notað í fyrsta sinn og reynir að tengjast í gegnum Bluetooth, ætti síminn sjálfur að biðja um leyfi. Ef þú hafnaðir því fyrir mistök getur þú alltaf farið í stillingar og kveikt á því síðar samkvæmt leiðbeiningunum hér að ofan.

Til að tryggja góða tengingu getur verið gott að endurræsa símann eftir að leyfi hefur verið gefið.

Ef Bluetooth virkar ekki eftir að leyfi hefur verið gefið, prófaðu að slökkva og kveikja aftur á Bluetooth í símanum.